Barna- og unglingageðdeild LSH (BUGL) heldur sína árlegu ráðstefnu um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra 15. janúar 2010. Tilgangur ráðstefnunnar er að efla samfellu í þjónustu fyrir þennan hóp.
Titill ráðstefnunnnar í ár er "Snemma beygist krókurinn - Bjargráð og þjónusta í nærumhverfi". Fjallað verður um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga í sögulegu samhengi. Einnig er lögð áhersla á bjargráð og hagnýtar leiðir til að koma auga á og bregðast við algengum erfiðleikum.
Ráðstefnan er ætluð starfsfólki heilsugæslu, þjónustumiðstöðva, félagsþjónustu, barnaverndar, skóla og öðrum sem hafa áhuga.