Landspítali og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hafa gert með sér samstarfssamning um vinnustaðanám og starfsþjálfun sjúkraliðanemenda. Björn Zoëga forstjóri Landspítala og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti undirrituðu samninginn 15. desember 2009.
Árlega veitir Landspítali um 110 sjúkraliðanemum frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti námsrými í vinnustaðanámi. Fjöldi nemenda kemur einnig í launaða starfsþjálfun. Með nýja samningnum er samstarf spítalans og skólans sett í skipulagðari farveg.