Mænuskaðastofnun Íslands hefur hrint af stokkunum norrænni auglýsingaherferð til að vekja athygli á hve hægt miðar í leitinni að lækningu á mænuskaða. Auglýsingin lamaða strengjabrúðan er nú sýnd á sjónvarpsstöðvum og stendur átakið yfir til 15. desember 2009.
Jafnframt þessu hefur verið hrint af stað undirskriftasöfnun þar sem Norðurlandabúum gefst kostur á að skora á Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina WHO að beita sér fyrir því að hleypt verði af stokkunum alþjóðlegu átaki til lækninga á mænuskaða.
Sjá nánar á www.isci.is. Þar er hægt að taka þátt í undirskriftasöfnuninni.