Vísindadagur sálfræðinga á geðsviði Landspítala verður haldinn föstudaginn 13. nóvember 2009 í Hringsal. Sá áttundi í röðinni. Allir eru velkomnir.
Nú starfa 55 sálfræðingar á geðsviði en sálfræðiþjónusta geðsviðs hefur það hlutverk að sinna sjúklingum hvar sem þeir eru staddir á spítalanum. Á vísindadeginum verður sagt frá nýlegum rannsóknum þessara sálfræðinga, nemenda þeirra og samstarfsmanna á spítalanum og áhugaverð meðferðartilfelli kynnt, auk þess sem veggspjöld er lýsa niðurstöðum rannsókna verða til sýnis.