Frá bókasafni LSH:
Vakin er athygli á þremur leiðum til að finna rafbækur í áskrift Landspítala:
- Gegnir, bókasafnskerfi - Gegnir veitir upplýsingar um prentuð og rafræn rit og hefur beina tengingu í rafrænu ritin.
- Ovid rafbækur
- Upplýsingabrunnur LSH - rafbækur
Í Gegni þarf að velja Ítarleit og slá inn leitarorð. Í næstu línu er bætt við orðunum Heildartexti LSH og þau höfð samhliða.
Sérstaklega má benda á rafbækur Pubmed.
Þess utan eru nú yfir 10.000 rafbækur aðgengilegar ókeypis frá Springer gegnum SpringerLink til 1. apríl 2010.