Samkvæmt nýju skipuriti Landspítala eru mannauðsráðgjafar starfandi á sviðum spítalans. Markmiðið með starfinu er að stuðla að samhæfingu í mannauðsstjórnun í samræmi við starfsmannastefnu Landspítala og fylgja eftir stefnumótun spítalans og viðkomandi sviðs í mannauðsmálum. Mannauðsráðgjafarnir starfa í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra sviðsins og mannauðssvið að þeim verkefnum sem snúa að starfsmönnum spítalans.
Mannauðsráðgjafar á Landspítala (frá vinstri á mynd):
Halldóra Lisbeth Jónsdóttir, fjármálasvið
Anna Dagný Smith, rannsóknarsvið
Þórgunnur Hjaltadóttir, lyflækningasvið
Karólína Guðmundsdóttir, eignasvið
María Einisdóttir, geðsvið
Þórdís Wium, skurðlækningasvið
Þórdís Ingólfsdóttir, lyflækningasvið
Margrét O. Thorlacius, kvenna- og barnasvið
Bára Benediktsdóttir, bráðasvið