Ný jafnréttisnefnd hefur verið skipuð á Landspítala. Hlutverk jafnréttisnefndar er að koma með tillögur um jafnréttisáætlun Landspítala, að afla tölulegra upplýsinga tengdum jafnréttismálum innan spítalans og að veita ráðgjöf og umsögn í jafnréttismálum innan Landspítala.
Nefndina skipa Ágúst Kr. Steinarrsson deildarstjóri, Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir deildarstjóri, Gyða Hrönn Einarsdóttir, lífeindafræðingur, Ólafur Þór Gunnarsson yfirlæknir og Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur, sem er formaður nefndarinnar.