Bráðasvið Landspítala og Landhelgisgæsla Íslands undirrituðu 13. september 2009 samning um gagnkvæma þjálfun áhafna þyrlna Landhelgisgæslunnar og hjúkrunarfræðinga bráðasviðs. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs Landspítala, undirrituðu samninginn en einnig voru viðstödd Jón Baldursson yfirlæknir og Bára Benediktsdóttir, verkefnastjóri neyðarþjónustu bráðasviðs, Thorben J. Lund yfirstýrimaður og Walter Ehrat, flugrekstrar- og flugstjóri Landhelgisgæslunnar. Samningurinn felst í að efla samstarf bráðasviðs og Landhelgisgæslunnar, auka öryggi og efla þjálfun starfsmanna sem sinna flutningi á slösuðum og sjúkum með þyrlum. Greiningarsveit bráðasviðs LSH fær þjálfun í umgengni við þyrlur og sjúkraflutningamenn í áhöfnum Landhelgisgæslunnar fá þjálfun á bráðasviði Landspítala. Samkomulagið hefur ekki sérstakan kostnað í för með sér.
Bráðasvið og Landhelgisgæslan semja um gagnkvæma fræðslu og þjálfun
Með samningi sem bráðsvið Landspítala og Landhelgisgæslan hafa gert með sér er leitast við að efla samstarf þar í milli, auka öryggi og efla þjálfun starfsmanna beggja.