Á alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar 8. sept. 2009 fylgdust sjúkraþjálfarar með hreyfingu nokkurra starfsstétta Landspítala. Settur var skrefamælir á deildarlækni, sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðing, sjúkraliða og starfsmann í flutningum. Allir báru þeir mælinn á dagvinnutíma. Ef miðað er við að hvert skref sé 70 sentimetrar að meðaltali voru niðurstöður eftirfarandi:
Deildarlæknir: 14.360 skref eða 10,52 km
Sjúkraþjálfari: 7.500 skref eða 5,25 km
Hjúkrunarfræðingur: 6.212 skref eða 4,34 km
Sjúkraliði: 6.213 eða 4,34 km
Starfsmaður í flutningum: 17.425 eða 12,20 km
Starfsmaður í flutningum var því ótvíræður sigurvegari og gekk rúma 12 km yfir daginn! Það skal tekið fram að ekki var um vísindalega rannsókn að ræða heldur var þetta bara til gamans gert.