Ný íbúð fyrir fjölskyldur barna utan af landi sem þurfa á þjónustu barna- og unglingageðdeildar (BUGL) að halda var formlega tekin í notkun 28. ágúst 2009.
Árið 1997 gaf Kiwanishreyfingin Geðverndarfélaginu íbúð að Rauðalæk 36 til afnota fyrir fjölskyldur utan af landi sem sækja þjónustu til BUGL. Sú íbúð var síðan var seld árið 2007 til kaupa á annarri íbúð, en hún er að Kleppsvegi 4, 5. hæð. Ííbúðin hefur verið gerð mjög vistleg og búa hana nýjum húsgögnum að hluta. Var það gert fyrir gjafafé. Undanfarin ár hafa hin ýmsu félög og félagasamtök gefið fé til þessa málaflokks og eða stutt við á annan hátt sem kemur sér afar vel.
Umsjón með leigu hefur Þórunn Haraldsdóttir ritari barnadeildar 543 4355.
Skylt efni: Á útvefvef Landspítala, undir "Sjúklingar og aðstandendur" er listi yfir íbúðir sem nýtist fjölskyldum sem sækja þjónustu Landspítala.