Markmið alþjóðlegu interRAI ráðstefnunnar í Reykjavík 16. október 2009 er að fagfólk á Íslandi öðlist aukna þekkingu á fræðum og þróun interRAI sem byggist á fræðilegum upplýsingum, mælitækjum, klínískum leiðbeiningum og möguleika á kostnaðargreiningu. Mælitækin hafa verið hönnuð til að vera samanburðarhæf við önnur alþjóðleg interRAI mælitæki sem notuð eru við geðheilbrigðisþjónustu, langvarandi- og bráðaþjónustu, innan heilsugæslu, öldrunarþjónustu o.fl.
Nokkrir vel þekktir fyrirlesarar og fræðimenn innan geðheilbrigðis- og öldrunarmála á alþjóðavettvangi halda erindi á ráðstefnunni.
Skráning á ráðstefnunni er á www.interrai.is og henni lýkur 6. október.