Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin til að gegna starfi hjúkrunardeildarstjóra sameinaðrar barnadeildar 22D, 22E og B5 á kvenna- og barnasviði.
Ragnheiður Ósk lauk hjúkrunarfræðinámi við Háskólann á Akureyri árið 1993 og meistaranámi í hjúkrun við hjúkrunarfræðideild HÍ árið 2000. Einnig lauk hún meistaranámi í mannauðsstjórnun við viðskipta- og hagfræðideild HÍ árið 2004. Á árunum 1993 - 2004 starfaði Ragnheiður Ósk við barnahjúkrun, fyrst á barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, síðan á barnadeildinni í Fossvogi og loks sem verkefnisstjóri á Barnaspítala Hringsins. Frá 2004 - 2009 starfaði Ragnheiður Ósk hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem sviðsstjóri skólasviðs.