Framkvæmdastjórn Landspítala hefur ákveðið að sameina bráðamóttöku við Hringbraut og slysa- og bráðadeild í Fossvogi í eina bráðadeild frá og með 15. mars 2010. Nýja bráðadeildin verður í Fossvogi. Jafnframt verður opnuð hjartamiðstöð við Hringbraut.
Í skipuriti Landspítala er gert ráð fyrir verkefnastofu. Verkefnastofan vinnur með og aðstoðar stjórnendur við að skilgreina verkefni og koma þeim af stað, stýrir stærri stefnumótandi verkefnum, hefur forgöngu um fræðslu um verkefnastjórn, veitir ráðgjöf, samræmir verklag og aðstoðar að ýmsu öðru leyti varðandi verkefni sem til stendur að ráðast í eða unnið er að.
Guðrún Björg er ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur og lauk MPH prófi í lýðheilsufræðum frá Norræna heilbrigðisskólanum í Gautaborg árið 2004. Hún hefur starfað sem yfirljósmóðir fæðingardeildar og var sviðsstjóri hjúkrunar á kvennasviði 1995 – 2000. Þá starfaði Guðrún á hag- og upplýsingasviði á árunum 2000-2006 og stýrði m.a. innleiðingu á DRG-flokkun á Landspítala. Frá árinu 2006 hefur hún verið aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjúkrunar. Guðrún Björg hefur kennt m.a. í MPA-námi við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og í upplýsingatækni á heilbrigðissviði. Henni var veitt akademísk nafnbót sem klínískur lektor vorið 2009.