Eydís K. Sveinbjarnardóttir geðhjúkrunarfræðingur verður aðstoðarmaður Önnu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar frá og með 15 ágúst 2009 en þá fer Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir til annarra starfa á vegum forstjóra og framkvæmdastjórnar.
Eydís lauk MS prófi í geðhjúkrun frá háskólanum í Pittsburgh 1990 og vann sem sérfræðingur í geðhjúkrun á Borgarspítalanum 1990 - 1992. Árið 1993 flutti Eydís til Belgíu og vann þar við fjölskyldumeðferð undir handleiðslu prófessors við Catholic háskólann í Leuven.
Árið 1997 var Eydís ráðin hjúkrunarframkvæmdastjóri á barna- og unglingageðdeild Landspítala og við sameiningu spítalanna árið 2000 varð hún sviðsstjóri hjúkrunar á geðsviði. Eydís gegndi því starfi til 1 maí 2009. Eydís var lektor við Háskóla Íslands frá 1991-1994 og skipulagði á þeim tíma framhaldsnám í geðhjúkrun. Hún er í doktorsnámi við Háskóla Íslands