Sumarið 2009 verða fleiri 7 daga legurými opin en undanfarin sumur. Áætlaður samdráttur á legurýmum er 6% af mögulegum legudögum en var á sama tíma árið 2008 9%. Þetta er gert þrátt fyrir fækkun heildarlegurýma sem orðið hafa vegna breytinga á rekstrarformi deilda. Sjö daga rýmum og fimm daga rýmum hefur fækkað það sem af er þessu ári en dagdeildir hafa eflst til muna
Samdráttur í dagdeildarrýmum verður 10% af mögulegum legudögum sem er aukning frá því í fyrrasumar. Starfsemi á skurðstofum er með sama hætti og undanfarin ár.
Miðstöð um skilvirkt flæði vann tillögur að sumarstarfsemi LSH eftir samráð við stjórnendur klínískra sviða og með hliðsjón af rekstraráætlun. Framkvæmdastjórn LSH samþykkti að starfsemi klínískra deilda LSH verði með eftirfarandi hætti sumarið 2009.
Kvenna- og barnasvið
Barnadeild 22DE verður rekin á einum gangi frá 26. júní til 4. ágúst.
Dagdeild 23E verður lokuð frá 20 júlí til 17. ágúst.
Barnadeild B5 í Fossvogi verður lokuð frá 6. júlí til 10. ágúst.
Barnadeild BUGL: Starfsemin flyst á unglingadeildina í 5 vikur frá 6. júlí til 8. ágúst og sameinast starfsemi deildarinnar.
Á kvenlækningadeild 21A verða rekin 14 legurými í sumar.
Lyflækningasvið
23 bráðalegurýmum verður lokað frá 25. júní til 31. ágúst 2009 og eru þá 133 legurými til ráðstöfunar en meðalfjöldi sjúklinga á lyflækningasviði var um 132 á síðasta sumri.
|
A-6* |
A-7* |
B-7* |
B-2* |
A-2** |
Samt Fv |
14E*** |
14G*** |
13E |
Samt Hbr |
Samt. |
Opin rúm frá 1/1 2009 |
18 |
21 |
22 |
18 |
15 |
94 |
21 |
21 |
20 |
62 |
156 |
Opin rúm 25/6-31/8 |
21 |
22 |
0 |
22 |
10 |
75 |
19 |
19 |
20 |
58 |
133 |
Mism. 25/6-31/8 |
3 |
1 |
-22 |
4 |
-5 |
-19 |
-2 |
-2 |
0 |
-4 |
-23 |
*B7 lokuð 25. júní til 31. ágúst og starfsemin sameinuð A7, A6 og B2. Gigtarteymi fer á A7, efnaskipta- og innkirtlateymi fer á B2.
**Ekki verða innkallaðir húðsjúklingar á A-2 í júlí og ágúst og verður 5 daga almenn medicin nær óbreytt.
***Fjöldi á 14E og 14G er með innkölluðum dagsjúklingum en nær eingöngu bráðainnkallanir verða í júlí og ágúst.
5 daga deild líknardeildar í Kópavogi: Lokuð í 5 vikur frá 12. júlí til 16. ágúst. Dag- og göngudeild líknardeildarinnar verður lokuð á sama tíma.
5 daga legudeild og dagdeild á Landakoti verða lokaðar frá 10. júlí til 10. ágúst 2009.
Óbreytt starfsemi endurhæfingardeilda á Grensási.
Skurðlækningasvið
Samdráttur sviðsins felst í því að dregið er úr valkvæðum aðgerðum. Allt að 48 rúm verða fyrir skurðsjúklinga í hvoru húsi, þrátt fyrir sumarsamdrátt. Einni 7 daga deild á sviðinu hefur verið breytt í dagdeild skurðlækninga. Á skurðstofum verður dregið úr starfsemi frá 15. júní til og með 30. ágúst 2009. Starfsemi skurðstofa:
Fossvogur |
Hringbraut |
Kvennadeildir |
Samtals skurðstofur |
|
15.06-21.06 |
5 |
4 |
2 |
11 |
22.06-16.08 |
3 |
4 |
2 |
9 |
17.08-23.08 |
4 |
5 |
2 |
11 |
24.08-30.08 |
5 |
5 |
2 |
12 |
Frá 15. júní til 30.ágúst verður ein skurðstofa (21 eða 8) fyrir val augnaðgerðir á mánudögum eða þriðjudögum. Einungis bráðatilfellum verður sinnt á tímabilinu 6. júlí til 4. ágúst.
Vöknun í Fossvogi verður lokuð að næturlagi frá 6. júlí til 4. ágúst.
Vöknun á Hringbraut verður lokuð að næturlagi frá 6. júlí til 4. ágúst.
Vöknun á kvennadeild er opin frá kl. 08.00 til 16.00 á tímabilinu frá 6. júlí til 4 ágúst.
Starfsemi legudeilda
Deildir B5 og A5 sameinast um rekstur á sumartíma og loka sitthvorar 4 vikur, samtals 8 vikur. Deildir sameina rekstur sinn frá 19. júní til 17. ágúst. Miðað er við 18 rúm í rekstri.
Alls verða 18 rúm í rekstri á deild B6 í sumar.
Á tímabilinu frá 19. júní til 17. ágúst verður dregin saman starfsemi á A4. Gert er ráð fyrir allt að 10 rúmum í rekstri með möguleika á viðbót í miðri viku.
Dagdeild A4 verður lokuð frá 22. júní til 31. ágúst.
Göngudeild HNE dregur saman starfsemi í sumar en lokar ekki. Lágmarksstarfsemi verður frá 6. júlí til 4 ágúst. Almennar skurðdeildir, þvagfæraskurðdeild á 13G, 12G 18 rúm verða rekin á hvorri deild í sumar.
Dagdeild skurðlækninga á 13D lokar vegna sumarleyfa frá 3. júlí til 17. ágúst.
Hjarta- og augnskurðdeild, 12E. Áætlað er að á tímabilinu 3. júlí - 17. ágúst verði 12 rúm rekin á deildinni. Náin samvinna verður við gjörgæslu um að nýta mögulegt svigrúm til að kalla inn í aðgerðir fram eftir sumri svo halda megi biðlista í lágmarki auk þess sem öllum bráðatilfellum verður sinnt.
Þvagfærarannsóknir 11A dregur saman starfsemi í sumar en lokar ekki. Lágmarksstarfsemi verður frá 6. júlí til 4 ágúst.
Augndeild dregur saman starfsemi í sumar en lokar ekki. Lágmarksstarfsemi verður frá 6. júlí til 4 ágúst.
Geðsvið
Starfsemi geðsviðs verður að mestu leyti óbreytt eins og verið hefur undanfarin sumur en þó verða eftirfarandi breytingar á deildum:
Dag- og göngudeildarmeðferð átröskunar: Hlé á starfsemi dagmeðferðar þar sem sjúklingar fara í leyfi en starfsemi göngudeildarmeðferðar veður óbreytt.
Hvítabandið: Hlé á starfseminni í júlí, sjúklingar fara í meðferðarhlé.
Meðferðarheimili
Laugarársvegur: Hægt verður á starfseminni yfir hásumarið en að öðru leyti er hún óbreytt.
Reynimelur: Breyting á þjónustustigi þ.s. næturvaktir detta alfarið út 1. júlí.
Önnur starfsemi
Sjúkrahótelið: Starfsemi dregst saman eins og samningar við Fosshótel kveða á um, þann 1. maí til 1. september fækkar rýmum úr 50 í 30.
Starfsemi sjúkrahústengdu heimaþjónustunnar dregst saman seinni hluta júlí fram yfir fyrstu viku ágústmánaðar en deildin mun sinna sínum verkefnum.