Árleg kynning á vísindastarfsemi á Landspítala, "Vísindi á vordögum 2009", verður 29. apríl til 7. maí og eru allir velkomnir. Í K-byggingu verður þessa daga sýning þar sem um 350 vísindamenn á Landspítala og samstarfsmenn þeirra kynna á rúmlega 100 veggspjöldum niðurstöður rannsókna sinna.
Dagana 4., 5. og 6. maí verða stuttir hádegisfyrirlestrar í K-byggingu þar sem veggspjaldahöfundar fjallar um rannsóknir sínar. Á veggspjaldasýningunni er meðal annars fjallað um faraldsfræði mænuskaða í slysum á Íslandi, notkun heilarita til greiningar á athyglisbresti með ofvirkni hjá börnum, lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum á Íslandi, gæði meðferðar við hjartaáfall á Íslandi og í Svíþjóð og áhrif tveggja vikna meðferðar í Bláa lóninu á psoriasis.
Í Hringsal verður 29. apríl dagskrá frá kl. 13:00 til 16:30 þar sem verður meðal annars tilkynnt um heiðursvísindamann ársins á Landspítala og ungan vísindamann ársins. Úthlutað verður styrkjum úr Vísindasjóði LSH. Ávörp flytja menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra og gestafyrirlestur flytur Vilmundur Guðnason forstöðulæknir Hjartaverndar. Fyrirlesturinn nefnist "Notkun segulómunar af heila í faraldsfræði - Öldrunarrannsókn Hjartaverndar". T