"Sálræn skyndihjálp: Leiðbeiningar um viðurkennt verklag á vettvangi" eru komnar út í rafrænum búningi á vef Rauða kross Íslands. Fjöldi stofnana sem koma að skipulagningu sálræns stuðnings á Íslandi studdu útgáfu leiðbeininganna á íslensku, þar á meðal Landspítali. Berglind Guðmundsdóttir og Þórunn Finnsdóttir sálfræðingar þýddu og staðfærðu leiðbeiningarnar.
Tilgangur með þýðingu þessara leiðbeininga er að veita fagfólki og öðrum sem sinna sálrænum stuðningi á Íslandi tæki sem stuðlað getur að sem bestri þjónustu í kjölfar áfalla.
Sálræn skyndihjálp - leiðbeiningar um viðurkennt verklag á vettvangi pdf)