Ársfundur Landspítala 2009 verður í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 6. maí og hefst klukkan 14:00. Undanfarin ár hafa "Vísindi á vordögum" fylgt í kjölfar ársfundarins en þetta snýst við að þessu sinni. Núna verður veggspjaldasýning opnuð í K-byggingu miðvikudaginn 29. apríl kl. 11:30 og athöfn hefst síðan í Hringsal þann sama dag kl. 13:00. Þar verður meðal annars tilkynnt um heiðursvísindamann ársins og ungum vísindamanni veitt viðurkenning, auk þess sem afhentir verða styrkir úr Vísindasjóði Landspítala. Gestafyrirlesari í ár er Vilmundur Guðnason, yfirlæknir Hjartaverndar og fyrirlestur hans nefnist: Notkun segulómunar af heila í faraldsfræði – öldrunarrannsókn Hjartaverndar.
Ársfundur LSH og "Vísindi á vordögum" 2009
Vísindi á vordögum 2009 verða 29. apríl í Hringsal og K-byggingu og ársfundur LSH í Salnum í Kópavogi 6. maí.