Sjö stelpur í bekk Verslunarskóla Íslands komu færandi hendi á Barnaspítala Hringsins 2. apríl 2009 með alls kyns þroskaleikföng, bækur, ungbarnaleikföng og annað dót, fótboltatreyjur og fleira. Þessu öllu höfðu þær safnað í tengslum við áfanga í rekstrarhagfræði í skólanum. Þar áttu þær að stofna fyrirtæki og til varð "Góðgerðarfélagið Glámur". Markmiðið var að ungt fólk styddi gott málefni með litlum framlögum.
Stelpurnar efndu til happdrættis og höfðu miðana ódýra þannig að sem flestir gætu keypt. Hver miði kostaði 300 krónur. Fyrir ágóðann af happdrættinu keyptu þær mest af varningnum, auk þess studdu fyrirtæki góðgerðarfélagið til þessara góðu verka.