Velferðarsjóður barna kostar breytingar á húsnæðinu þannig að það henti Rjóðri. Þar á að einkum að vera aðstaða fyrir list- og tónmeðferð barna í Rjóðri en það starf hefur búið við mikil þrengsli í núverandi húsnæði í húsi 7.
Anna Stefánsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar undirritaði samkomulagið fyrir hönd Landspítala og Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra og framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna á Íslandi fyrir hönd sjóðsins.
Fjöldi fólks var á afmælishátíðinni sem hófst með fögrum söng barna á leikskólanum Urðarhóli í Kópavogi. Til sýnis voru ýmsir glæsilegir listmunir sem börnin í Rjóðri hafa gert í listmeðferðinni og boðið upp á afmæliskaffi. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félagsmálaráðherra var í hópi viðstaddra og ávarpaði afmælisgestina.
Rjóður er hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik og fötluð börn, sjá nánar á www.rjodur.is.