Hringurinn afhenti fæðingardeild 23A og Hreiðrinu að gjöf tvo Mindrey PM 60 súrefnismettunarmæla fyrir nýbura þann 29. janúar 2009.
Ef metin er þörf á sérhæfðu eftirliti nýbura fyrst eftir fæðinguna fer það stundum fram á deildunum í stað þess að börnin fari á vökudeild. Það kemur í veg fyrir óæskilegan aðskilnað foreldra og barns. Mælar þessir gefa færi á að fylgjast náið með súrefnismettun í blóði barns sem eykur mjög á öryggi varðandi mat á ástand þess.
Súrefnismettunarmælar frá Hringnum
Fæðingardeild 23A og Hreiðrið hafa fengið að gjöf frá Hringnum tvo súrefnismettunarmæla fyrir nýbura.