Sex af átta verðlaunahöfum í Upp úr skúffunum, árlegri keppni um bestu verkefni sem geta orðið að gagni í íslensku samfélagi, tengdust hugmyndinni ,,Gönguhermir'' sem hafnaði í fyrsta sæti. Þar er um að ræða samstarfsverkefni sjúkraþjálfunar og verkfræðideildar um hönnum tækis til að þjálfa fatlaða einstaklinga. Tillagan sem hlaut önnur verðlaun er einnig tengd sjúkraþjálfun en þar snýst hugmyndin um staðlaða lýsingu á meðferðum í sjúkraþjálfun. Slíkur listi er til í læknisfræði en þetta mun vera í fyrsta skipti sem orðalisti er settur saman fyrir sjúkraþjálfun.
Vinningshafar voru þessir í ár en verðlaunin voru afhent 21. nóvember 2008:
1. verðlaun: Verkefnið „Gönguhermir“
Andri Yngvasson
Bjarki Már Elíasson
Fjóla Jónsdóttir
Jóna Guðný Arthúrsdóttir
Karl S. Guðmundsson
Þjóðbjörg Guðjónsdóttir
2. verðlaun: Verkefnið „Stöðluð skráning meðferða í sjúkraþjálfun“
Arna Harðardóttir
Að hagnýtingarverðlaununum standa Rannsóknarþjónusta Háskóla Íslands, Tæknigarður, Einkaleyfastofa og Arnason/Faktor. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands afhenti verðlaunin á samkomu í Tæknigarði 21. nóvember 2008 en þá var jafnframt haldið upp á 20 ára afmæli Tæknigarðs.
Hugmyndin sem er verðlaunuð er gjarnan vísir að tæki eða aðferðum sem nýtast oft til frekari nýsköpunar og jafnvel til stofnunar og reksturs þekkingarfyrirtækja.