Geðsvið Landspítala opnaði föstudaginn 10. október 2008 sálfræðiráðgjöf fyrir einstaklinga sem glíma við mikinn kvíða, depurð, sektarkennd eða önnur álagseinkenni vegna þróunar fjármála á Íslandi. Þar sinna bæði sálfræðingur og geðhjúkrunarfræðingur þjónustunni. Aðstoðarmaður sér um að svara fyrirspurnum frá almenningi, bóka viðtöl og halda utan um verkefni sem lúta að ráðgjöfinni. Ráðgjafarmiðstöðin var í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg en er nú til húsa að Eiríksgötu 5, 1. hæð E.
Ráðgjöfin er opin á virkum dögum frá kl. 9:00 til 16:00.
Símanúmer ráðgjafarinnar er 458 9999
Heimilisfang ráðgjafarinnar er:
Ráðgjafarmiðstöð Landspítala
Skrifstofur Landspítala
Eiríksgata 5 - 1. hæð E
101 Reykjavík
Um er að ræða bráðaviðtal þar sem geðheilsa einstaklings er metin og farið yfir bjargráð og streituvarnir. Í framhaldi af þessu viðtali koma eftirfarandi úrræði m.a. til greina:
• Sé um alvarlegt svefnleysi, mikinn kvíða eða þunglyndi að ræða þar sem talin er þörf á viðtölum lækna og/eða lyfjagjöf verður vísað á Heilsugæsluna sem mun reyna að sinna slíkum einstaklingum eins fljótt og aðstæður leyfa. Einnig koma til greina tilvísanir til fagfólks á stofu eftir efnum og aðstæðum einstaklinga.
• Ef viðkomandi er metinn í sjálfsvígshættu eða í alvarlegri geðlægð verður honum vísað til meðferðar á bráðamóttöku geðsviðs. Sálfræðingur sem sér um matið hringir þá í vakthafandi lækni í bráðamóttöku og boðar komu viðkomandi sem fær eins fljótt og auðið er viðeigandi móttökur og meðferð.
• Ef þörf er á verður boðið upp á fyrirlestra þar sem rætt verður um viðbrögð vegna álags, kvíða, depurðar og svefnerfiðleika.
Læknisfræðileg ábyrgð verður á fyrstu stigum í höndum Engilberts Sigurðssonar yfirlæknis á geðsviði. Samráð hefur verið haft við Lúðvík Ólafsson lækningaforstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna þessarar áætlunar.
Ráðgjöfin er opin á virkum dögum frá kl. 9:00 til 16:00.
Símanúmer ráðgjafarinnar er 458 9999
Heimilisfang ráðgjafarinnar er:
Ráðgjafarmiðstöð Landspítala
Skrifstofur Landspítala
Eiríksgata 5 - 1. hæð E
101 Reykjavík
Um er að ræða bráðaviðtal þar sem geðheilsa einstaklings er metin og farið yfir bjargráð og streituvarnir. Í framhaldi af þessu viðtali koma eftirfarandi úrræði m.a. til greina:
• Sé um alvarlegt svefnleysi, mikinn kvíða eða þunglyndi að ræða þar sem talin er þörf á viðtölum lækna og/eða lyfjagjöf verður vísað á Heilsugæsluna sem mun reyna að sinna slíkum einstaklingum eins fljótt og aðstæður leyfa. Einnig koma til greina tilvísanir til fagfólks á stofu eftir efnum og aðstæðum einstaklinga.
• Ef viðkomandi er metinn í sjálfsvígshættu eða í alvarlegri geðlægð verður honum vísað til meðferðar á bráðamóttöku geðsviðs. Sálfræðingur sem sér um matið hringir þá í vakthafandi lækni í bráðamóttöku og boðar komu viðkomandi sem fær eins fljótt og auðið er viðeigandi móttökur og meðferð.
• Ef þörf er á verður boðið upp á fyrirlestra þar sem rætt verður um viðbrögð vegna álags, kvíða, depurðar og svefnerfiðleika.
Læknisfræðileg ábyrgð verður á fyrstu stigum í höndum Engilberts Sigurðssonar yfirlæknis á geðsviði. Samráð hefur verið haft við Lúðvík Ólafsson lækningaforstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna þessarar áætlunar.