María Ragnarsdóttir var önnur tveggja hugvitskvenna sem Orkuveita Reykjavíkur og KVENN, félag kvenna í nýsköpun, veitti viðurkenningu 28. nóvember 2008 fyrir framlag þeirra til nýsköpunar. María starfar við sjúkraþjálfun á Landspítala Hringbraut og fékk viðurkenninguna fyrir mælitæki sín sem eru annars vegar öndunarmælitækið Andri en það hefur verið notað við margar rannsóknir á LSH og hins vegar nýja tækið sem er hrygghreyfingarmælir. Hin hugvitskvennanna var Guðrún Guðrúnardóttir en hún fann upp Plasterplug, nýja lausn til viðgerða á veggjum úr gifsi, stein eða spón.
Orkuveitan heiðrar hugvitskonur
María Ragnarsdóttir sjúkraþjálfari á Landspítala var önnur tveggja hugvitskvenna sem Orkuveita Reykjavíkur heiðraði nýverið fyrir merkar uppfinningar.