Undirritaður hefur verið samningur milli geðsviðs og lífsýnasafns fjögurra deilda innan rannsóknarsviðs LSH (LLR) um að LLR annist vörslu vísindasýna sem aflað hefur verið á geðsviði í samræmi við lög um lífsýnasöfn nr.110/2000. Samninginn undirrituðu Jón Jóhannes Jónsson formaður stjórnar LLR og Hannes Pétursson sviðstjóri geðsviðs. Ólafur Baldursson var fulltrúi lækningaforstjóra við undirritunina.
Vonast er til að samningur þessi verði fyrstur af mörgum slíkum samningum milli vísindamanna LSH og LLR um vörslu lífsýna og að þannig byggist upp öflugur lífsýnabanki á sjúkrahúsinu þar sem vísindasýni verði varðveitt.
Að gerð samningsins komu Magnús Karl Magnússon ábyrgðarmaður LLR, Halla Hauksdóttir öryggis- og gæðastjóri lífsýnasafna, Engilbert Sigurðusson kennslustjóri geðsviðs og Torfi Magnússon fulltrúi forstjóra LSH.
Vonast er til að samningur þessi verði fyrstur af mörgum slíkum samningum milli vísindamanna LSH og LLR um vörslu lífsýna og að þannig byggist upp öflugur lífsýnabanki á sjúkrahúsinu þar sem vísindasýni verði varðveitt.
Að gerð samningsins komu Magnús Karl Magnússon ábyrgðarmaður LLR, Halla Hauksdóttir öryggis- og gæðastjóri lífsýnasafna, Engilbert Sigurðusson kennslustjóri geðsviðs og Torfi Magnússon fulltrúi forstjóra LSH.