Frá stjórn Verðlaunasjóðs Árna Kristinssonar og Þórðar Harðarsonar á sviði læknisfræði og skyldra greina:
Óskað er eftir tilnefningum til verðlauna að upphæð kr. 2.500.000 úr verðlaunasjóði Árna Kristinssonar og Þórðar Harðarsonar fyrir framúrskarandi árangur í vísindastörfum á sviði læknisfræði og skyldra fræðigreina. Verðlaunin eru einkum ætluð vísindamönnum sem starfa við Landspítala og Háskóla Íslands.
Tilnefningar, ásamt greinargerð, sendist til Þórðar Harðarsonar prófessors, Landspítala, í síðasta lagi 31. desember 2008.
Verðlaunahafi verður kynntur á ársfundi Landspítala vorið 2009.
Skylt efni:
Magnús Gottfreðsson fékk vísindastyrk úr verðlaunasjóði í læknisfræði
Magnús Karl Magnússon fékk 2,5 milljóna króna vísindaverðlaun
Tvær milljónir fyrir vísindastörf sín