Herra Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands vísiterar Landspítala sunnudaginn 19. og mánudaginn 20. október 2008.
Dagskrá biskupsvísitasíunnar:
19. október - Guðsþjónusta á þriðju hæð Landspítala Hringbraut, kl. 14:00; að lokinni guðsþjónustu fundur með biskupi, prófasti, djákna og prestum LSH ásamt stjórnendum á LSH, kaffiveitingar.
20. október - Heimsóknir biskups á Klepp, Grensás og Landakot (kl. 13:00 - kl. 16:30).
-kl. 13:00-14:00 - samvera með sjúklingum og starfsfólki á Kleppi. Fólk er boðað til samfunda við biskup í matsal þar sem reglubundið helgihald fer jafnan fram. Biskup mun einnig líta við á tveimur (þremur) deildum.
-kl. 14:15-15:15 - samvera með sjúklingum og starfsfólki á Grensási. Gert er ráð fyrir að biskup heilsi upp á sjúklinga og starfsfólk sem eru að störfum við venjubundna endurhæfingu.
-kl. 15:30-16:30 - samvera með sjúklingum og starfsfólki á Landakoti. Yfirferðinni lýkur og þar verður boðað til helgistundar með heimafólki.