Grasrótarfélagið "Göngum saman" stendur fyrir gönguferð sunnudaginn 7. september 2008 og er tilgangurinn að safna fé til þess að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini. Þetta félag hefur látið ýmislegt gott af sér leiða. Í fyrra var gengið um New York til styrktar brjóstakrabbameini þar ytra og í kjölfarið vildi félagið einnig hjálpa íslenskum rannsakendum. Það var gert í október í fyrrahaust og þá fékk hópur sem Jórunn Eyfjörð stýrir 3. milljóna króna framlag frá félaginu.
Í ár er ætlunina að styrkja aftur rannsóknir á brjóstakrabbameini í október og liggja nú þegar fyrir umsóknir þess efnis. Helsta styrktarleiðin er ganga á sunnudaginn, reyndar tvær, önnur gangan verður í Reykjavík og hin á Akureyri. Gangan í Reykjavík verður um Elliðaárdalinn og hefst kl. 10:30 við Árbæjarkirkju. Gangan á Akureyri verður frá hátíðarsvæðinu í Kjarnaskógi og hefst kl. 11:00.
Gengið saman til stuðnings rannsóknum á brjóstakrabbameini
Félagsskapurinn Göngum saman stendur fyrir fjöldagöngu í Reykjavík og á Akureyri sunnudaginn 7. september til þess að safna fé til að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini.