Hulda Gunnlaugsdóttir forstjóri Akers háskólasjúkrahússins í Osló hefur verið ráðin forstjóri Landspítala. Heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, tillkynnti um ráðningu hennar á fjölmennum fundum með starfsmönnum spítalans á Landspítala Fossvogi og Landspítala Hringbraut í hádeginu föstudaginn 29. ágúst 2008. Hulda tekur við starfinu um miðjan október. Fram að því gegnir Björn Zoëga framkvæmdastjóri lækninga starfi forstjóra en eftir að Hulda tekur við verður hann jafnframt staðgengill hennar.
Sjá nánar um ráðningu á Huldu og um starfsferil hennar á vef heilbrigðisráðuneytisins
Sjá líka frétt á vef Akers sjúkrahússins um ráðningu á Huldu til Landspítala