Starfsfólkið á bráðamóttöku barna 20D heldur kökubasar í anddyri Landspítala Fossvogi föstudaginn 5. september 2008. Þar verður mikið úrval heimabakaðra kræsinga á borðum. Basarinn stendur yfir frá klukkan 12:00 til 15:00 eða þar til kökur klárast.
Með kökubasarnum er starfsfólkið á bráðamóttöku barna að safna í ferðasjóð en hópurinn fer til Stokkhólms í Svíþjóð 13. september til þess að kynnast bráðamóttökum barna þar.
Starfsfólkið á bráðamóttöku barna með kökubasar
Starfsfólkið á bráðamóttöku barna fer í haust til Svíþjóðar til þess að kynnast bráðamóttökum þar. Haldinn verður kökubasar í anddyri Landspítala Fossvogi föstudaginn 5. september til að safna upp í ferðakostnaðinn.