Árleg sumarhátið var haldin á Landakoti miðvikudaginn 30. júlí 2008 á heitasta degi sem mælst hefur í Reykjavík. Hitinn fór í 25,7 stig.
Allir sjúklingar sem gátu fjölmenntu í garðinn á Landakoti til að syngja með starfsmönnum og ættingjum undir harmonikkuleik.
Fólk naut góða veðursins og samverunnar auk þess að fá sér ís og ávexti sem ekki var vanþörf á í hitanum.