Fyrirtækið Fönix ehf. færði í vor öldrunarsviði að gjöf glæsilegt Stiegelmeyer sjúkrarúm og náttborð.
Stiegelmeyer er yfir 100 ára gamalt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða rúmum og fylgihlutum fyrir hjúkrunarheimili og sjúkrahús. Það framleiðir árlega yfir 65.000 rúm og er með nálægt 50% markaðshlutdeild í heimalandinu Þýskalandi.
Rúmið er gefið til minningar um Hauk Þorvaldsson sem lengi starfaði hjá Fönix. Haukur Þorvaldsson fæddist í Reykjavík 15. september 1958. Hann lést á líknardeild Landspítala Kópavogi 2. október 2007. Haukur beitti sér mjög fyrir bættum kjörum og réttindum krabbameinssjúkra með störfum sínum fyrir Ljósið og greinarskrifum í blöð um málefni þeirra.
Gjöfin var kærkomin og hefur þegar komið að góðum notum á deild K-2 á Landakoti.
Stiegelmeyer er yfir 100 ára gamalt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða rúmum og fylgihlutum fyrir hjúkrunarheimili og sjúkrahús. Það framleiðir árlega yfir 65.000 rúm og er með nálægt 50% markaðshlutdeild í heimalandinu Þýskalandi.
Rúmið er gefið til minningar um Hauk Þorvaldsson sem lengi starfaði hjá Fönix. Haukur Þorvaldsson fæddist í Reykjavík 15. september 1958. Hann lést á líknardeild Landspítala Kópavogi 2. október 2007. Haukur beitti sér mjög fyrir bættum kjörum og réttindum krabbameinssjúkra með störfum sínum fyrir Ljósið og greinarskrifum í blöð um málefni þeirra.
Gjöfin var kærkomin og hefur þegar komið að góðum notum á deild K-2 á Landakoti.