Kiwanisklúbburinn Elliði hefur að undanförnu staðið fyrir fjáröflun í þeim tilgangi að styrkja starfsemi barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) og þar með stuðla að sem víðtækastri geðhjálp barna. Með það að leiðarljósi hóf Kiwanisklúbburinn Elliði útgáfu og sölu á söngbókinni Söngperlur - 170 söngtextar. Ákveðið hefur verið að allur ágóði af sölu bókarinnar renni í nýstofnaðan styrktarsjóð sem kallast Birtan. Hlutverk sjóðsins er að veita fjárhagslegan stuðning til ýmissa verkefna m.a. með útgáfu fræðsluefnis ásamt því að útvega önnur gögn og tæki sem henta starfseminni. Kosin hefur verið sérstök úthlutunarnefnd en í henni sitja tveir fulltrúar barna- og unglingageðdeildarinnar ásamt þremur fulltrúum Kiwanisklúbbsins Elliða.
Fyrstu tvö verkefnin sem hljóta styrk úr þessum nýja sjóði, að upphæð ein milljón króna, snúa bæði að útgáfu á fræðsluefni til skjólstæðinga BUGL og aðstandenda þeirra. Verkefnin eru eftirfarandi:
Handbók með fræðsluefni fyrir foreldra barna sem eiga við átröskunarvanda að stríða. Hér er um að ræða alvarlega veik börn og unglinga sem oft þurfa á langtímameðferð að halda sem getur varað frá einu ári og allt upp í þrjú ár. Foreldrar og forráðamenn eru mikilvægir þátttakendur í bataferlinu og litið er á þá sem samstarfsaðila í meðferð. Fræðsla og upplýsingar veita foreldrum aukinn skilning á veikindum barnsins, þjálfar þá í viðbrögðum sem ýta undir bata ásamt því að draga úr streitu og álagi sem skapast við veikindi barns eða unglings. Fræðsla er því grundvallarþáttur í að efla foreldra í sínu mikilvæga hlutverki heima fyrir.
Leikja- og tómstundahandbók þar sem settar eru fram hugmyndir að ýmiskonar iðju og leikjum sem henta fyrir börn og fullorðna á öllum aldri. Í gegnum leik er hægt að bæta ýmsa færni barnsins eða unglingsins og mikilvægt er að foreldrarnir taki virkan þátt. Handbókinni er ætlað að vera höfð til hliðsjónar og gefa foreldrum og uppalendum hugmyndir að því hvernig hún getur viðhaldið og aukið félagsfærni barnsins ásamt því að innihalda skemmtileg og þroskandi verkefni sem hægt er að leysa saman og í leiðinni efla samveruna innan fjölskyldunnar.
Sala söngbókarinnar Söngperlur- 170 söngtextar hefur gengið vonum framar og hafa nú þegar safnast 1,9 milljónir króna.
Hægt er að panta bókina í síma 868 4551 eða á netfangið iskulis@simnet.is en Skúli Sævarsson sér um dreifingu hennar.
Fyrstu tvö verkefnin sem hljóta styrk úr þessum nýja sjóði, að upphæð ein milljón króna, snúa bæði að útgáfu á fræðsluefni til skjólstæðinga BUGL og aðstandenda þeirra. Verkefnin eru eftirfarandi:
Handbók með fræðsluefni fyrir foreldra barna sem eiga við átröskunarvanda að stríða. Hér er um að ræða alvarlega veik börn og unglinga sem oft þurfa á langtímameðferð að halda sem getur varað frá einu ári og allt upp í þrjú ár. Foreldrar og forráðamenn eru mikilvægir þátttakendur í bataferlinu og litið er á þá sem samstarfsaðila í meðferð. Fræðsla og upplýsingar veita foreldrum aukinn skilning á veikindum barnsins, þjálfar þá í viðbrögðum sem ýta undir bata ásamt því að draga úr streitu og álagi sem skapast við veikindi barns eða unglings. Fræðsla er því grundvallarþáttur í að efla foreldra í sínu mikilvæga hlutverki heima fyrir.
Leikja- og tómstundahandbók þar sem settar eru fram hugmyndir að ýmiskonar iðju og leikjum sem henta fyrir börn og fullorðna á öllum aldri. Í gegnum leik er hægt að bæta ýmsa færni barnsins eða unglingsins og mikilvægt er að foreldrarnir taki virkan þátt. Handbókinni er ætlað að vera höfð til hliðsjónar og gefa foreldrum og uppalendum hugmyndir að því hvernig hún getur viðhaldið og aukið félagsfærni barnsins ásamt því að innihalda skemmtileg og þroskandi verkefni sem hægt er að leysa saman og í leiðinni efla samveruna innan fjölskyldunnar.
Sala söngbókarinnar Söngperlur- 170 söngtextar hefur gengið vonum framar og hafa nú þegar safnast 1,9 milljónir króna.
Hægt er að panta bókina í síma 868 4551 eða á netfangið iskulis@simnet.is en Skúli Sævarsson sér um dreifingu hennar.