Rannveig Rúnarsdóttir ljósmóðir hefur tekið við starfi sviðsstjóra hjúkrunar/yfirljósmóður á kvennasviði af Margréti I. Hallgrímsson sem er komin í leyfi frá spítalanum.
Rannveig hefur verið hjúkrunardeildarstjóri á sængurkvennadeild 22A . Hún lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og embættisprófi í ljósmóðurfræði árið 1999 og hefur lengst af síðan starfað á kvennasviði, á sængurkvenna- og fæðingardeild ásamt MFS einingu en einnig starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur á handlækningasviði Landspítalans/Ríkisspítala. Hún hefur verið umsjónarljósmóðir ljósmæðranema frá árinu 2000 og jafnframt haft umsjón, ásamt öðrum, með kennslu við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands í fæðinga- og kvensjúkdómafræði og um barneignir og heilbrigði fjölskyldunnar. Rannveig tók þátt í undirbúningi og skipulagningu nýrrar MFS einingar (meðganga-fæðing-sængurlega) á kvennasviði sem opnuð var í janúar 2001.