Heiðursvísindamaður á Landspítala árið 2008 er Bjarni Þjóðleifsson prófessor og yfirlæknir í meltingarsjúkdómum.
Bjarni lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands árið 1966 og sérfræðiprófi í almennum lyflækningum í Glasgow í Skotlandi. Hann stundaði framhaldsnám í meltingarsjúkdómum í Dundee og Lundúnum á árunum 1970-1976. Doktorsprófi lauk hann frá háskólanum í Dundee á árinu 1976. Titill doktorsverkefnisins var
Meingerð og meðferð skeifugarnarsára (The pathophysiology and therapy of duodenal ulcer).
Bjarni var útnefndur félagi (FRCP) í Konunglega læknafélaginu í Edinborg á árinu 1994. Hann hefur ritað fjölda vísindagreina, víða haldið fyrirlestra um niðurstöður rannsókna sinna og verið leiðbeinandi nemenda í rannsóknartengdu framhaldsnámi við Háskóla Íslands auk þess að gegna ýmsum trúnaðarstörfum í HÍ og á LSH, m.a. sem formaður vísindaráðs LSH og formaður framhaldsmenntunarráðs HÍ.
Bjarni lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands árið 1966 og sérfræðiprófi í almennum lyflækningum í Glasgow í Skotlandi. Hann stundaði framhaldsnám í meltingarsjúkdómum í Dundee og Lundúnum á árunum 1970-1976. Doktorsprófi lauk hann frá háskólanum í Dundee á árinu 1976. Titill doktorsverkefnisins var
Meingerð og meðferð skeifugarnarsára (The pathophysiology and therapy of duodenal ulcer).
Bjarni var útnefndur félagi (FRCP) í Konunglega læknafélaginu í Edinborg á árinu 1994. Hann hefur ritað fjölda vísindagreina, víða haldið fyrirlestra um niðurstöður rannsókna sinna og verið leiðbeinandi nemenda í rannsóknartengdu framhaldsnámi við Háskóla Íslands auk þess að gegna ýmsum trúnaðarstörfum í HÍ og á LSH, m.a. sem formaður vísindaráðs LSH og formaður framhaldsmenntunarráðs HÍ.