Hringskonur hafa fært kvennasviði Landspítala að gjöf þrjú endurlífgunarborð fyrir fæðingardeildina og Siemens sónartæki fyrir móttökudeild kvenna. Þessar gjafir koma starfseminni að afar góðu gagni sem starfsfólkið er mjög þakklátt fyrir.
Endurlífgunarborðin sem sett eru inn á fæðingarstofur gera starfsfólki, læknum og ljósmæðrum, kleift að annast börn sem þurfa sérstakt eftirlit eða hjálp eftir fæðingu með nýjustu og bestu tækni.
Með sónartækinu er unnt að greina kvilla hjá konum og oft hægt að komast hjá aðgerð.
Hringurinn hefur áður fært kvennasviði góðar gjafir og má einkum nefna sónartæki á fósturgreiningadeildina sem gjörbreyttu starfseminni á þeirri deild.
Leit
Loka