Forstjóri LSH hefur falið Birni Zoëga sviðsstjóra lækninga á skurðlækningasviði að gegna starfi framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala frá 15. mars 2008 og þar til annað verður ákveðið.
Starf framkvæmdastjóra lækninga á sjúkrahúsinu verður auglýst innan skamms. Jóhannes M. Gunnarsson hefur gegnt því frá sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000 en var í leyfi frá september 2007 til loka febrúar 2008 meðan hann var formaður stýrinefndar spítalans vegna undirbúnings að byggingu nýs háskólasjúkrahúss. Björn Zoëga leysti Jóhannes af á meðan.
Jóhannes M. Gunnarsson fer í leyfi frá starfi framkvæmdastjóra lækninga frá 15. mars 2008 til þess að hafa yfirumsjón með tilteknum verkefnum við uppbyggingu nýja háskólasjúkrahússins.
Tengt efni:Forstjóri Landspítala lætur af störfum og framkvæmdastjóri lækninga fer til starfa við undirbúning byggingar nýs háskólasjúkrahúss
Anna Stefánsdóttir og Björn Zoëga gegna forstjórastarfinu til hausts