Jóhannes Pálmason yfirlögfræðingur Landspítala lætur af starfi að eigin ósk nú um mánaðamót mars og apríl 2008.
Jóhannes réðst sem skrifstofustjóri til Borgarspítalans árið 1972 og tók við starfi framkvæmdastjóra spítalans 1984. Hann varð forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur við sameiningu Borgarspítala og Landakots árið 1996.
Við sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík í febrúar árið 2000 tók Jóhannes við starfi yfirlögfræðings Landspítala - háskólasjúkrahúss og hefur gegnt því síðan. Hann lætur nú af starfi eftir farsælan feril við sjúkrahúsin í Reykjavík og heilladrjúg verk í þágu heilbrigðisþjónustunnar í landinu.
Jóhannes réðst sem skrifstofustjóri til Borgarspítalans árið 1972 og tók við starfi framkvæmdastjóra spítalans 1984. Hann varð forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur við sameiningu Borgarspítala og Landakots árið 1996.
Við sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík í febrúar árið 2000 tók Jóhannes við starfi yfirlögfræðings Landspítala - háskólasjúkrahúss og hefur gegnt því síðan. Hann lætur nú af starfi eftir farsælan feril við sjúkrahúsin í Reykjavík og heilladrjúg verk í þágu heilbrigðisþjónustunnar í landinu.