Fjörutíu og átta styrkir til klínískra gæðaverkefna á Landspítala voru afhentir í Hringsal miðvikudaginn 5. mars 2008, alls 25 milljónir króna. Magnús Pétursson forstjóri afhenti styrkina.
Þetta er í annað sinn sem slíkum styrkjum er úthlutað en tilgangur þeirra er að efla klínískt starf og stuðla að því að stefnumörkun LSH nái fram að ganga. .
Alls bárust 72 umsóknir um styrk til gæðaverkefna. Upphæðin, sem sótt var um, var ríflega 177 milljónir króna. Nefndin valdi eftir umfjöllun sína 48 verkefni til þess að hljóta styrk til klínískra gæðaverkefna árið 2008.
Af miklum fjölda umsókna má sjá að öflugt gæðastarf er unnið á LSH. Á öllum sviðum er unnið að gæða- og umbótaverkefnum sem tengjast beint meðferð sjúklinga.
Nefnd um klíníska gæðastyrki fjallaði um umsóknir og valdi styrkþega. Í henni voru Anna Stefánsdóttir, Bylgja Kærnested, Guðmundur K. Klemenzson, Ólafur Baldursson (tók sæti Björns Zoëga) og Magna F. Birnir. Við mat á umsóknum var fylgt þeim vinnureglum sem nefndin setti. Í samræmi við stefnu LSH var megin áhersla lögð á verkefni sem tengdust eftirfarandi:
Þá var einnig ákveðið að hafa til hliðsjónar að veita styrki til verkefna sem hægt er að ljúka eða loka með áfangaskilum á úthlutunartímabilinu sem er eitt ár frá úthlutun styrks.
Nefndin tók til umfjöllunar allar umsóknir sem bárust og nefndarmenn ákváðu í sameiningu forgang og styrkupphæð. Ákveðið var að veita ekki fé til húsnæðisbreytinga, tækjakaupa, ferða og uppihalds. Verkefni sem voru stutt á veg komin í fræðilegri mótun lækkuðu í forgangi. Verkefni sem nefndin skilgreindi sem vísindaverkefni fengu ekki úthlutun né heldur verkefni sem vinna á að mestu leyti utan veggja LSH.
Tengt efni:
Styrkir til klínískra gæðaverkefna
Þrjátíu og einn styrkur til klínískra gæðaverkefna 2006
Deild gæðamála og innri endurskoðunar
Þetta er í annað sinn sem slíkum styrkjum er úthlutað en tilgangur þeirra er að efla klínískt starf og stuðla að því að stefnumörkun LSH nái fram að ganga. .
Alls bárust 72 umsóknir um styrk til gæðaverkefna. Upphæðin, sem sótt var um, var ríflega 177 milljónir króna. Nefndin valdi eftir umfjöllun sína 48 verkefni til þess að hljóta styrk til klínískra gæðaverkefna árið 2008.
Af miklum fjölda umsókna má sjá að öflugt gæðastarf er unnið á LSH. Á öllum sviðum er unnið að gæða- og umbótaverkefnum sem tengjast beint meðferð sjúklinga.
Nefnd um klíníska gæðastyrki fjallaði um umsóknir og valdi styrkþega. Í henni voru Anna Stefánsdóttir, Bylgja Kærnested, Guðmundur K. Klemenzson, Ólafur Baldursson (tók sæti Björns Zoëga) og Magna F. Birnir. Við mat á umsóknum var fylgt þeim vinnureglum sem nefndin setti. Í samræmi við stefnu LSH var megin áhersla lögð á verkefni sem tengdust eftirfarandi:
- Öflug gæðavitund og markvisst eftirlit
- Fagmennska og hámarksöryggi
- Skjólstæðingurinn í öndvegi
Þá var einnig ákveðið að hafa til hliðsjónar að veita styrki til verkefna sem hægt er að ljúka eða loka með áfangaskilum á úthlutunartímabilinu sem er eitt ár frá úthlutun styrks.
Nefndin tók til umfjöllunar allar umsóknir sem bárust og nefndarmenn ákváðu í sameiningu forgang og styrkupphæð. Ákveðið var að veita ekki fé til húsnæðisbreytinga, tækjakaupa, ferða og uppihalds. Verkefni sem voru stutt á veg komin í fræðilegri mótun lækkuðu í forgangi. Verkefni sem nefndin skilgreindi sem vísindaverkefni fengu ekki úthlutun né heldur verkefni sem vinna á að mestu leyti utan veggja LSH.
Tengt efni:
Styrkir til klínískra gæðaverkefna
Þrjátíu og einn styrkur til klínískra gæðaverkefna 2006
Deild gæðamála og innri endurskoðunar