"Sameiginlegur fundur framkvæmdastjórnar, sviðsstjóra hjúkrunar og sviðsstjóra lækninga á Landspítala föstudaginn 29. febrúar 2008 fagnar því að ganga eigi rösklega fram við byggingu nýs háskólasjúkrahúss, eins og fram kom á kynningarfundum sem heilbrigðisráðherra og formaður byggingarnefndarinnar héldu á spítalanum. Starfsmenn Landspítala hafa lagt mikið af mörkum við þarfagreiningu og annan undirbúning að byggingunni undanfarin ár í samvinnu við stjórnvöld og eru þess fullvissir að í nýja háskólasjúkrahúsinu verða bestu aðstæður fyrir sjúklinga, starfsmenn og nemendur í heilbrigðisvísindagreinum. Með byggingu nýs háskólasjúkrahúss er stigið stórt framfaraskref í íslenskri heilbrigðisþjónustu."
(Framkvæmdastjórnar, sviðsstjórar hjúkrunar og sviðsstjórar lækninga á Landspítala föstudaginn 29. febrúar 2008)
(Framkvæmdastjórnar, sviðsstjórar hjúkrunar og sviðsstjórar lækninga á Landspítala föstudaginn 29. febrúar 2008)