Stefnunefnd Háskóla Íslands og Landspítala, sem stýrt er af háskólarektor og forstjóra LSH, samkvæmt samstarfsamningi HÍ og LSH, lýsir mikilli ánægju með ákvörðun stjórnvalda um uppbyggingu nýs háskólasjúkrahúss í Vatnsmýrinni og þá framkvæmdaáætlun sem heilbrigðisráðherra og formaður framkvæmdanefndar byggingarinnar kynntu í vikunni.
Jafnframt styður nefndin eindregið þá framtíðarsýn sem fram kemur í tillögu framkvæmdanefndarinnar um framúrskarandi aðstöðu fyrir sjúklinga spítalans og samvinnu háskólans og spítalans á sviði vísindarannsókna og menntunar heilbrigðisstarfsfólks.
Stefnunefnd HÍ og LSH er sannfærð um að hið nýja háskólasjúkrahús muni styrkja enn frekar hina góðu samvinnu háskólans og spítalans og verða til heilla fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu og landsmenn alla.
(Fundur stefnunefndar HÍ og LSH föstudaginn 29. febrúar 2008)
Tengt efni:
Hönnunarsamkeppni um nýja háskólasjúkrahúsið
Jafnframt styður nefndin eindregið þá framtíðarsýn sem fram kemur í tillögu framkvæmdanefndarinnar um framúrskarandi aðstöðu fyrir sjúklinga spítalans og samvinnu háskólans og spítalans á sviði vísindarannsókna og menntunar heilbrigðisstarfsfólks.
Stefnunefnd HÍ og LSH er sannfærð um að hið nýja háskólasjúkrahús muni styrkja enn frekar hina góðu samvinnu háskólans og spítalans og verða til heilla fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu og landsmenn alla.
(Fundur stefnunefndar HÍ og LSH föstudaginn 29. febrúar 2008)
Tengt efni:
Hönnunarsamkeppni um nýja háskólasjúkrahúsið