"Stuðningur við aðstandendur heilabilaðra" er yfirskrift árlegs vornámskeiðs heilabilunareiningar öldrunarsviðs LSH á Landakoti. Námskeiðið verður haldið í Salnum í Kópavogi þann 2. apríl 2008 frá kl. 13:00 til 16:00 og verður endurtekið þann 3. apríl kl. 13:00 til 16:00.
Að þessu sinni verður erlendur gestafyrirlesari. þ.e. norski geðlæknirinn Ingun Ulstein sem hefur rannsakað sérstaklega stuðning við aðstandendur. Auk hennar munu þrír íslenskir fyrirlesarar fjalla um efni sem snerta aðstandendur, meðal annars um stuðningshópa aðstandenda á Landakoti. Nánari dagskrá verður birt síðar.
Stuðning veittu að þessu sinni FAAS, Pfizer, öldrunarsvið LSH og Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og LSH í öldrunarfræðum (RHLÖ) og var því hægt að bjóða námskeiðið á aðeins 3.000 krónur.
Skráning er bindandi hvað varðar fjölda þátttakenda frá vinnustað. Æskilegt er að forstöðumaður eða annar yfirmaður sendi tilkynningu á netfangið halldbj@landspitali.is eða á myndsendi 543 9919. Eftirfarandi atriði þarf að tilgreina við skráninguna:
1) fjölda þátttakenda frá hverjum vinnustað
2) kennitölu þess er greiðir námskeiðskostnaðinn og
3) hvert á að senda reikninginn.
Að þessu sinni verður erlendur gestafyrirlesari. þ.e. norski geðlæknirinn Ingun Ulstein sem hefur rannsakað sérstaklega stuðning við aðstandendur. Auk hennar munu þrír íslenskir fyrirlesarar fjalla um efni sem snerta aðstandendur, meðal annars um stuðningshópa aðstandenda á Landakoti. Nánari dagskrá verður birt síðar.
Stuðning veittu að þessu sinni FAAS, Pfizer, öldrunarsvið LSH og Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og LSH í öldrunarfræðum (RHLÖ) og var því hægt að bjóða námskeiðið á aðeins 3.000 krónur.
Skráning er bindandi hvað varðar fjölda þátttakenda frá vinnustað. Æskilegt er að forstöðumaður eða annar yfirmaður sendi tilkynningu á netfangið halldbj@landspitali.is eða á myndsendi 543 9919. Eftirfarandi atriði þarf að tilgreina við skráninguna:
1) fjölda þátttakenda frá hverjum vinnustað
2) kennitölu þess er greiðir námskeiðskostnaðinn og
3) hvert á að senda reikninginn.