Reykherbergjum á öldrunarsviði á Landakoti og á endurhæfingarsviði á Grensási hefur verið lokað. Í desember var reykherbergi á sjúkrahótelinu lokað. Þetta er liður í því að Landspítali sé reyklaust sjúkrahús. Um leið er lögð áhersla á að hjálpa fólki til reykleysis á meðan það dvelur á Landspítala. Mikilvægt er að sjúklingar taki virkan þátt í meðferðaráætlun um eigin reykleysi.
Þann 15. ágúst 2007 var reykherbergjum sjúklinga á Landspítala Fossvogi og á bráðadeildum við Hringbraut lokað. Sjúklingar sem koma á bráðadeildir eru upplýstir um reyklaust umhverfi og er boðið meðferð meðan á innlögn stendur. Kynningar um reyklaust umhverfi hafa farið fram á deildunum. Upplýsingar, stuðningur og meðferð hjálparlyfja til reykleysis fyrir sjúklinga eru á höndum þeirra sem annast meðferð á deildum.
Á geðsviði hefur verið sett fram meðferðaráætlun sem byggir á virkum stuðningi við að hjálpa sjúklingum til reykleysis meðan þeir dvelja á sjúkrahúsinu.
Þann 15. ágúst 2007 var reykherbergjum sjúklinga á Landspítala Fossvogi og á bráðadeildum við Hringbraut lokað. Sjúklingar sem koma á bráðadeildir eru upplýstir um reyklaust umhverfi og er boðið meðferð meðan á innlögn stendur. Kynningar um reyklaust umhverfi hafa farið fram á deildunum. Upplýsingar, stuðningur og meðferð hjálparlyfja til reykleysis fyrir sjúklinga eru á höndum þeirra sem annast meðferð á deildum.
Á geðsviði hefur verið sett fram meðferðaráætlun sem byggir á virkum stuðningi við að hjálpa sjúklingum til reykleysis meðan þeir dvelja á sjúkrahúsinu.