Sjóklæðagerðin, 66 gráður norður, hefur fært nýfæddum börnum á kvennasviði Landspítala að gjöf húfur, vettlinga og sokka. Tveir starfsmenn 66°N komu færandi hendi og afhentu gjöfina en um er að ræða alls 400 sett sem nýfæddum börnum verða gefin.
Mynd (vantar): Gjöfin afhent. Margrét I. Hallgrímsson sviðsstjóri kvennasviðs,
Helga Viðarsdóttir markaðsstjóri hjá 66°N, Rósa Bragadóttir
deildarstjóri Hreiðurs, Hjördís María Ólafsdóttir hjá 66°N og
Rannveig Rúnarsdóttir deildarstjóri sængurkvennadeildar.