Byrjað verður að veita fé úr Styrktar- og verðlaunasjóði Bents Scheving Thorsteinsson vorið 2008. Auglýsing um umsóknarfrest og tilhögun umsókna verður nánar birt eftir áramótin. Stjórn sjóðsins hélt nýlega sinn fyrsta fund. Hana skipa Magnús Pétursson, formaður, Rúnar Bjarni Jóhannsson, Uggi Agnarsson og Þórarinn Arnórsson.
Eins og fram kom í gjafabréfi Bent Scheving Thorsteinsson er markmið og hlutverk sjóðsins að veita styrki og verðlaun fyrir vísindaleg afrek, rannsóknir, ritgerðir og skylda starfsemi á sviði hjartalækninga og hjarta- og lungnaskurðlækninga.
Eins og fram kom í gjafabréfi Bent Scheving Thorsteinsson er markmið og hlutverk sjóðsins að veita styrki og verðlaun fyrir vísindaleg afrek, rannsóknir, ritgerðir og skylda starfsemi á sviði hjartalækninga og hjarta- og lungnaskurðlækninga.