ArI Jóhannesson læknir á Landspítala hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2007 fyrir ljóðabókina Öskudagar sem er frumraun höfundarins. Borgarstjóri afhenti verðlaunin 18. október í Höfða. Ari segist í viðtali við Morgunblaðið í dag, 19. október, hafa fengist við skriftir í fjögur ár og fljótlega yfirgefið hugmyndina um að ljóðin færu bara í skúffuna. Sig hafi langað til að yrkja eitthvað sem aðrir hefðu mögulega gaman af og reyna þá að gera það vel.
Ari hefur áður verið heiðraður fyrir ljóðagerð. Árið 2006 hlaut hann viðurkenningu í samkeppni um ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Uppskeru.
Dómnefnd bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar segir stíl Ara agaðan, myndrænan og einkennast af djúpum mannskilningi. Ljóðabókin Öskudagar sé áhrifamikil og hún muni örugglega hrífa fjölmarga lesendur. Bókin er komin út hjá forlaginu Uppheimum.