Kapella slysa- og bráðasviðs á Landspítala Fossvogi var vígð 18. október 2007.
Miklar breytingar og endurbætur standa yfir á húsnæði slysa- og bráðadeildar. Meðal annars var kapella sem þar var vígð árið 2000 færð á annan stað í húsnæðinu og við hliðina komið fyrir vistlegri aðstöðu fyrir aðstandendur.
Séra Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra vígði kapelluna og prédikaði. Gunnar Gunnarsson lék á flautu og Helgi Bragason á orgel. Ávarp flutti sr. Sigfinnur Þorleifsson yfirmaður sálgæslu presta og djákna á LSH og ritningargreinar lásu auk hans og prófasts Sóley Erla Ingólfsdóttir aðstoðardeildarstjóri slysa- og bráðadeildar, Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson yfirlæknir slysa- og bráðadeildar, sr. Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahúsprestur og sr. Ingileif Malmberg sjúkrahúsprestur.
Ný kapella vígð á slysa- og bráðadeild
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur vígði nýja kapellu á slysa- og bráðadeild í Fossvogi fimmtudaginn 18. október 2007.