Það var mikið um að vera í Blóðbankanum mánudaginn 15. okt. en Rás 2 helgaði Blóðbankanum þann dag og var með beina útsendingu þaðan allan daginn. Fjallað var um starfsemi Blóðbankans, spjallað við blóðgjafa og starfsfólk bankans tekið tali. Fólk var hvatt til að koma og gefa blóð og voru viðtökur mjög góðar og komu alls 155 blóðgjafar í bankann þennan dag. Allir sem að þessu komu eru sammála um að þetta sameiginlega átak Blóðbankans og Rásar 2 hafi heppnast með eindæmum vel, enda dagskráin fjölbreytt og vel að henni staðið. Markmiðið með samstarfinu var að stækka blóðgjafahópinn og um leið að vekja athygli á mikilvægi þess að alltaf sé til nóg af blóði í landinu. Að lokinni blóðgjöf fengu allir geisladisk að gjöf frá Senu.
Uppákomurnar voru af ýmsu tagi bæði í gamni og alvöru.
Myndirnar tala sínu máli.
Guðni Már og Óli Palli í beinni.
"Don"t think twice, it"s all right" sungu þeir Halli Reynis hirðskáld Blóðbankans og
Sveinn bankastjóri. Gæti verið góð skilaboð til þeirra sem vilja koma og gefa blóð en þora ekki.
Ólafía hjúkrunarfræðingur "tekur púlsinn" á Halla Reynis trúbador.
Hirðskáld Blóðbankans og gæðablóðið Halli Reynis.
Fleiri blóðgjafar mættu í viðtal. Ólafur Helgi formaður Blóðgjafafélagsins og
Eldar Ástþórsson framkvæmdastjóri Icelandic Airwaives.
Gísli Einarsson fréttamaður og blóðgjafi
bar sig vel eftir blóðgjöfina.
Villi naglbítur og blóðgjafi skemmti
gestum Blóðbankans með góðum
ballöðum.
Ólafur Magnússon er úr traustri sveit blóðgjafa.
Uppákomurnar voru af ýmsu tagi bæði í gamni og alvöru.
Myndirnar tala sínu máli.
Guðni Már og Óli Palli í beinni.
"Don"t think twice, it"s all right" sungu þeir Halli Reynis hirðskáld Blóðbankans og
Sveinn bankastjóri. Gæti verið góð skilaboð til þeirra sem vilja koma og gefa blóð en þora ekki.
Hirðskáld Blóðbankans og gæðablóðið Halli Reynis.
Fleiri blóðgjafar mættu í viðtal. Ólafur Helgi formaður Blóðgjafafélagsins og
Eldar Ástþórsson framkvæmdastjóri Icelandic Airwaives.
bar sig vel eftir blóðgjöfina.
Villi naglbítur og blóðgjafi skemmti
gestum Blóðbankans með góðum
ballöðum.
Ólafur Magnússon er úr traustri sveit blóðgjafa.