Vorið 1982 gekkst Guðrún Marteinsson sem þá var hjúkrunarforstjóri Landakotsspítala fyrir því að spítalinn fengi úthlutað svæði til gróðursetningar í Heiðmörkinni. Árlega gekkst starfsmannaráð spítalans fyrir gróðursetningarferð.
"Svæðið var gróðursnautt og þessar smáu plöntur sem við gróðursettum voru lengi að taka við sér. En tíminn vinnur með okkur, nú er merki Landakots næstum komið á kaf í gróðri, " segir Niels Chr. Nielsson aðstoðarmaður framkvæmdastjóra lækninga á LSH og bætir við: "Svæðið er enn þarna, er ekki kominn tími til að dusta rykið af verkfærunum og planleggja gróðursetningarferð næsta vor? Heiðmörkin er skemmtilegt útivistarsvæði, að ég tali nú ekki um ef maður þykist eiga eitthvað í staðnum!"
Svæði Landakots er í svokölluðum Hrossabrekkum sem eru fyrir ofan útivistarsvæðið á Hjallaflötum.
Guðrún Marteinsson hjúkrunarforstjóri og Ásbjörn Magnússon innkaupastjóri gróðursetja fyrstu plöntuna í slagveðursrigningu 1982. (Ljósmynd: Kristín Þóra Sverrisdóttir) |
||
Starfsfólk við gróðursetningu, sjá skiltið í baksýn. (Ljósmynd: Jóhann Marinósson) |
Núna í ágúst 2007 er svæðið orðið svona. (Ljósmynd: Niels Chr. Nielsen) |