Íslenskur vísindamaður hlaut gullorðu hans hátignar Haralds V Noregskonungs (HM Kongens gullmedalje).
Dr. Ólafur E. Sigurjónsson, forstöðumaður stofnfrumudeildar Blóðbankans, hlaut gullorðu hans hátignar Haralds V Noregskonungs (HM Kongens gullmedalje). Orðuna hlaut hann fyrir doktorsritgerð sína, The differentiation potential of human somatic stem cells . Ólafur varði doktorsritgerð sína við læknadeild Háskólans í Osló í febrúar 2006.
Ólafur tók við orðunni úr hendi hans hátignar Haralds V Noregs konungs við athöfn í hátíðarsal Háskólans í Osló, 3. september.
Ólafur vann doktorsverkefni sitt, The differentiation potential of human somatic stem cells, undir leiðsögn Dr. Torstein Egeland við Ónæmisfræðistofnun Ríkisháskólasjúkrahússins í Osló og Prófessor Joel C. Glover við lífeðlisfræðstofnun læknadeildar Háskólans í Osló.
Ritgerðin fjallar um hæfileika fullorðinsstofnfrumna (somatic stem cells) til að sérhæfast. Ólafur skoðaði sérhæfingarferli sem fer eftir klassískum leiðum, þ.e. innan þess vefjar sem stofnfrumurnar dvelja í og einnig sérhæfingarferli sem fer eftir nýjum og áður óþekktum leiðum en ýmislegt bendir nú til að stofnfrumur geti ferðast yfir í aðra vefi og sérhæfst þar.
Ólafur hóf rannsóknarstörf sín sem líffræðinemi í Blóðbankanum árið 1998. Að loknu háskólanámi hóf Ólafur mastersnám í Blóðbankanum um þrokunarferli blóðmyndandi stofnfrumna yfir í forstig blóðflagna og lauk því árið 2001.
Ólafur hóf aftur störf í Blóðbankanum í febrúar 2006 að loknu doktorsnáminu í Osló, og er í dag ábyrgur fyrir þjónustu Blóðbankans við vinnslu stofnfrumna fyrir "eigin stofnfrumuígræðslur" (autologous stem cells) sem hófst árið 2003. Ólafur stýrir ennfremur rannsóknarhópi innan Blóðbankans sem vinnur að rannsóknum á stofnfrumum, í samstarfi við fjölmarga íslenska og erlenda vísindamenn.
Nánar um afhendingu orðunnar
http://www.rikshospitalet.no/view/readnews.asp?nPubID=8065
(http://wo.uio.no/as/WebObjects/avis.woa/wa/visArtikkel?id=39645&del=uniforum
http://wo.uio.no/as/WebObjects/avis.woa/wa/visArtikkel?id=40025&del=uniforum
Nánar um HM Kongens gullmedalje
http://www.uio.no/om_uio/priser/hmksgullmedalje/
http://home.chello.no/kvist/medaljer/1112.htm
http://no.wikipedia.org/wiki/H.M._Kongens_gullmedalje
___________________________________________